Fyrirtækið

Útfararstofa Hafnarfjarðar var stofnuð 1997. Eigandi útfararstofunnar er Sverrir Einarsson. Samstarfsfélagi Sverris við stofnun útfararstofunnar var Sverrir Olsen, en saman höfðu þeir unnið við útfararþjónustu hjá kirkjugörðum Reykjavíkur í fjölda ára. Sverrir Olsen lést árið 2005. Árið 1999 hóf Baldur Frederiksen, útfararstjóri, störf hjá útfararstofunni en hann hafði einnig unnið í mörg ár við útfararþjónustu hjá Kirkjugörðunum með þeim félögum Sverri E. og Sverri O. Árið 2000 hóf nýútskrifaður guðfræðingur, Bryndís Valbjarnardóttir, störf hjá útfararstofunni, en þá var hún ein fyrsta konan sem starfaði sem útfararstjóri í fullu starfi. Skrifstofa Útfararstofu Hafnarfjarðar hefur verið að Flatahrauni 5a, Hafnarfirði frá 2003.

Sverrir Einarsson

Sverrir Olsen

Baldur Frederiksen

Bryndís Valbjarnardóttir

 

Útfararstofa Hafnarfjarðar - Flatahraun 5a - Sími 565 5892 - utfararstofa@utfararstofa.is